þriðjudagur, 23. desember 2008

Í tilefni jólanna, hátíð friðarins, sáttartilboð til DV

Staðfestum móttöku bréfs dagsett 22. desember. Eins og fram kemur á síðunni sorprit.com er
hún til orðin vegna framgöngu DV og ítrekuðum brotum ritstjórnar DV á almennum
hegningarlögum. Engin sjáanleg breyting er á ritstjórnarstefnu blaðsins sem er að miklu leiti
með sama fólkið innanborðs og áður. Meira segja í dag fór DV með staðlausa stafi á baksíðu!

Það er ágætt að þið látið kanna hver standi á baki sorprit.com. Í leiðinni mættuð þið skoða
vefsíðu ykkar umbjóðanda, DV-malefnin.com og hverjir standa að baki tugþúsunda
ærumeiðinga og rógskrifa á þeirri síðu sem samtvinnuð er vefsíðunni DV.is í forritun beggja.
Á meðan DV-malefnin.com viðgengst með þeim hætti sem nú er, er vægast sagt verið að
kasta steinum úr glerhúsi á síðuna sorprit.com, og áhugavert að taka það mál upp fyrir dómi.

Í sjálfu sér er það ekkert stórt leyndarmál hver stendur á bakvið fjölmiðilinn sorprit.com.
Tilgangnum er náð þegar umræðan um nafnleysið hefur náð nægjanlegri athygli almennings
til að vekja rækilega athygli á því hvernig DV hefur komist upp með það sjálft undanfarin ár að
birta undir dulnefnum eða nafnleysi í eigin fjölmiðlum alvarlegar ærumeiðingar, upplognar
sakir, rógburð og jafnvel ofbeldishótanir. Þökk sé vinnubrögðum DV hefur það gengið fram úr
björtustu vonum að koma kjaftaganginum um þetta af stað. DV tók virkan þátt í því í gær.

Í tilefni jólanna, hátíð friðarins, bjóðum við DV eftirfarandi sáttartilboð:

Við samþykkjum þá tilllögu í bréfi þínu að fjarlægja allt efni af vefsíðunni sem nú er á henni og
birta þar yfirlýsingu undir nafni í samræmi við þær óskir sem þú tilgreinir í bréfi þínu.

En þetta samþykki er háð því að DV geri slíkt hið sama með eftirfarandi hætti:

1. DV biðjist afsökunar í ritstjórnarleiðara blaðsins á ærumeiðingum sem hafa birst í
blaðinu og á vefnum dv.is og malefnin.com gagnvart aðstandendum sorprit.com.
2. DV biðjist afsökunar á sérhverri þeirri grein sem birt var um aðstandendur sorprit.com í
DV þar sem vegið var að æru þeirra með röngum fréttaflutningi, ýkjum og rógi í blaðinu.
DV biðjist afsökunar á hverri slíkri grein sérstaklega með heilsíðu auglýsingu í blaðinu.
Sé þetta ekki aðgengilegt fyrir aðstandendur DV, þá sé notað sambærilegt pláss í
blaðinu undir afsökunarbeiðni við hverja grein eins og notað var undir
ærumeiðingarnar, þar á meðal forsíða DV og auglýsingar forsíðu í öðrum fjölmiðlum.
3. DV sjái til þess að vefnum malefnin.com verði lokað, þaðan verði fjarlægðar allar
ærumeiðingar í garð aðstandenda sorprit.com og að malefnin.com verði ekki opnað
aftur nema eftir að höfundar tilgreini fullt nafn sitt og kennitölu og séu þannig
aðgengilegir komi til þess að leita þurfi aðstoðar dómstóla vegna skrifa þeirra.

Þetta tilboð stendur í sólarhring. Verði því ekki tekið má búast við því að sorprit.com birti
opinberan válista yfir DV auglýsendur og hvetji almenning til að hætta viðskiptum við þau
fyrirtæki með umfangsmikilli markaðsherferð og jafnvel mótmælum í verslunum þeirra.

Virðingarfyllst,
Aðstandendur Sorprit.com

ATH: Bréf lögmannsins má lesa í fyrra bloggi hér að neðan.

mánudagur, 22. desember 2008

Kerfisþróun hættir að auglýsa í DV

Kerfisþróun, eins og eflaust margir aðrir, hafur lítinn áhuga á að auglýsa áfram í DV. Það liggur ljóst fyrir að traust gagnvart blaðinu hefur beðið töluverða hnekki undanfarið, ofan á þá staðreynd að auglýsingar þar ná til afskaplega fárra innan okkar markhóps. Það liggur ljóst fyrir að flestir eru sammála þér varðandi flest það sem talið er upp sem ástæða til að sniðganga blaðið. Magnús Antonsson, Kerfisþróun ehf

Útfararþjónustan hættir að auglýsa í DV

Komið þið sæl Þetta er svo sem gott framtak hjá ykkur . ‘eg er þessu sammála og var búinn áður að láta DV vita að ég myndi aldrei auglýsa aftur hjá þeim fyrr en DV myndi hreinsa sig af svona mönnum . ‘eg trúði því að Reynir Traustason væri “rödd fólksins” og gætti að hinum minnsta bróður . svo er nú aldeilis ekki.

Silkiprent hættir að auglýsa í DV

Auglýsi ekki aftur, Kær kveðja, Sveinbjörn Ragnarsson, Silkiprent.

DV hótar lögreglu en lýgur um leið í blaðinu

Félagarnir á DV eru duglegir að grafa sína eigin gröf. Hamagangurinn að "skúbba" er svo mikill að þeir hafa ekkert fyrir því að kanna áreiðanlegar heimildir fyrir því slúðri sem þeir lepja upp hjá bloggurum á netinu frekar en fyrri daginn.

Okkur var að berast hótun frá Gunnari Inga Jóhannssyni hdl hjá Lögmönnum Höfðabakka þar sem hann krefst þess að hér verði birt afsökunarbeiðni undir nafni til útgefanda DV. Við erum með skilaboð til þessa ágæta lögmanns og segjum að hætti Steingríms J: "Éttu ann sjálfur!"

Sama dag og okkur berst hótunarbréf lögmanns DV birtir blaðið það endemis rugl á baksíðu að Sorprit.com tengist síðunni forsetakosningar.is í gegnum IP tölur. Þótt við hefðum ekkert á móti að tengjast þeirri ágætu síðu, þá á þetta bara ekki við rök að styðjast. Eitt dæmið í viðbót um lygarnar í DV, jólabrandari sem á ekki við rök að styðjast.

Hér á Sorprit.com hefur nákvæmlega ekkert ólögmætt verið birt og engar ærumeiðingar hafðar frammi gegn einstökum persónum, engu logið uppá einn eða neinn, ólíkt því sem háttur er hjá sorpritinu DV á Íslandi.

Um leið og við birtum þetta endemis hótunarbréf DV hvetur Sorprit.com sorpritstjórana á DV að upplýsa þjóðina um hver það er sem situr í skugganum og kippir í spotta hjá blaðinu. Einnig skorum við á lögmenn DV að taka til í eigin glerhúsi áður en þeir henda fleiri steinum. Sérstaklega er lögmanninum bent á DV-malefnin.com sem er vefur rekinn af DV undir nafnleysi eða dulnefni fyrir Gróurotturnar á Leiti.

Gunnar Ingi Jóhannsson
To: dv@sorprit.com
Ágæti viðtakandi
Undirritaður er lögmaður Birtings útgáfufélags ehf., útgefanda dagblaðsins DV. Bréf þetta er sent þér sem forsvarsmaður vefsíðunnar www.sorprit.com. Á vefsíðunni er að finna áróður og hótanir gegn útgefanda DV og fyrirtækjum sem auglýsa í blaðinu, sem og ærumeiðandi aðdróttanir gegn nafngreindum og ónafngreindum einstaklingum. Efni síðunnar brýtur gegn mörgum lagaákvæðum, m.a. almennum hegningarlögum, nr. 19/140. Efni síðunnar varðar samkvæmt því við lög og er birting þess refsiverð. Efni síðunnar hefur verið kært til lögreglu. Þá hafa að undanförnu borist sendingar á faxi til fyrirtækja sem auglýst hafa í DV, þar sem viðkomandi fyrirtækjum er hótað ef þau auglýsa í DV. Háttsemi þessi er einnig refsiverð, sem og skaðabótaskyld gagnvart útgefanda DV. Forsvarsmenn vefsíðunnar þurfa ekki að velkjast í vafa um að leitað verður ýtrustu úrræða á hendur þeim, bæði hvað varðar refsi- og skaðabótaábyrgð og verður slíkt mál sótt fyrir dómstólum eftir því sem þurfa þykir.
Rétt er að upplýsa að síðustu daga hefur staðið yfir rannsókn á því hvaða aðili standi að baki vefsíðunni. Telja verður að það sé nú upplýst með óyggjandi hætti hvaða aðili það er, sem stendur að baki vefsíðunni og þeim sendingum sem borist hafa auglýsendum DV, enda er tiltölulega einfalt mál að rekja IP-tölur vefsíðunnar og faxnúmer sendanda. Þessum upplýsingum hefur nú verið komið til lögreglu, svo auðveldara sé fyrir lögreglu að rannsaka þessa refsiverðu háttsemi yðar.
Er hér með skorað á yður að fjarlægja allt efni af vefsíðunni sem nú er á henni og birta þar afsökunarbeiðni, undir nafni, bæði til útgefanda DV, sem og gagnvart þeim fyrirtækjum sem hótað hefur verið. Jafnframt skal þar birt leiðrétting þess efnis, að ekki standi til að beita fyrirtæki sem auglýsa í DV neinum aðgerðum. Skal þetta gert innan sólarhrings. Áskilinn er réttur til málshöfðunar vegna skaðabótaskyldrar háttsemi yðar gagnvart útgefanda DV.
Kveðja / Best regards, Gunnar Ingi Jóhannsson hdl. / Attorney at Law, LÖGMENN HÖFÐABAKKA / ATTORNEYS AT HOFDABAKKI, Höfðabakki 9, 6.hæð, 110 Reykjavík / Iceland




Litli DV maðurinn: Hver sigur í skugganum og kippir í spotta?

Reynir verður að upplýsa þjóðina um hver það er sem situr í skugganum og kippir í spotta. Hvers vegna hann gerir það og hversu oft slíkt hefur gerst? - Lesa hér

laugardagur, 20. desember 2008

Heimahúsið hættir að auglýsa í DV

Góðan dag, við hér hjá Heimahúsinu vorum búin að greiða fyrir 3 birtingar í DV, og erum því miður með auglýsingu nú um helgina. Við eigum eina augl. inni hjá þeim sem að við ætlum ekki að taka.
VIÐ MUNUM ALDREI AFTUR AUGLÝSA HJÁ DV.
Þetta var þarft framtak hjá ykkur. Takk fyrir.
F.h. Heimahússins
Helga Guðmundsdóttir