þriðjudagur, 23. desember 2008

Í tilefni jólanna, hátíð friðarins, sáttartilboð til DV

Staðfestum móttöku bréfs dagsett 22. desember. Eins og fram kemur á síðunni sorprit.com er
hún til orðin vegna framgöngu DV og ítrekuðum brotum ritstjórnar DV á almennum
hegningarlögum. Engin sjáanleg breyting er á ritstjórnarstefnu blaðsins sem er að miklu leiti
með sama fólkið innanborðs og áður. Meira segja í dag fór DV með staðlausa stafi á baksíðu!

Það er ágætt að þið látið kanna hver standi á baki sorprit.com. Í leiðinni mættuð þið skoða
vefsíðu ykkar umbjóðanda, DV-malefnin.com og hverjir standa að baki tugþúsunda
ærumeiðinga og rógskrifa á þeirri síðu sem samtvinnuð er vefsíðunni DV.is í forritun beggja.
Á meðan DV-malefnin.com viðgengst með þeim hætti sem nú er, er vægast sagt verið að
kasta steinum úr glerhúsi á síðuna sorprit.com, og áhugavert að taka það mál upp fyrir dómi.

Í sjálfu sér er það ekkert stórt leyndarmál hver stendur á bakvið fjölmiðilinn sorprit.com.
Tilgangnum er náð þegar umræðan um nafnleysið hefur náð nægjanlegri athygli almennings
til að vekja rækilega athygli á því hvernig DV hefur komist upp með það sjálft undanfarin ár að
birta undir dulnefnum eða nafnleysi í eigin fjölmiðlum alvarlegar ærumeiðingar, upplognar
sakir, rógburð og jafnvel ofbeldishótanir. Þökk sé vinnubrögðum DV hefur það gengið fram úr
björtustu vonum að koma kjaftaganginum um þetta af stað. DV tók virkan þátt í því í gær.

Í tilefni jólanna, hátíð friðarins, bjóðum við DV eftirfarandi sáttartilboð:

Við samþykkjum þá tilllögu í bréfi þínu að fjarlægja allt efni af vefsíðunni sem nú er á henni og
birta þar yfirlýsingu undir nafni í samræmi við þær óskir sem þú tilgreinir í bréfi þínu.

En þetta samþykki er háð því að DV geri slíkt hið sama með eftirfarandi hætti:

1. DV biðjist afsökunar í ritstjórnarleiðara blaðsins á ærumeiðingum sem hafa birst í
blaðinu og á vefnum dv.is og malefnin.com gagnvart aðstandendum sorprit.com.
2. DV biðjist afsökunar á sérhverri þeirri grein sem birt var um aðstandendur sorprit.com í
DV þar sem vegið var að æru þeirra með röngum fréttaflutningi, ýkjum og rógi í blaðinu.
DV biðjist afsökunar á hverri slíkri grein sérstaklega með heilsíðu auglýsingu í blaðinu.
Sé þetta ekki aðgengilegt fyrir aðstandendur DV, þá sé notað sambærilegt pláss í
blaðinu undir afsökunarbeiðni við hverja grein eins og notað var undir
ærumeiðingarnar, þar á meðal forsíða DV og auglýsingar forsíðu í öðrum fjölmiðlum.
3. DV sjái til þess að vefnum malefnin.com verði lokað, þaðan verði fjarlægðar allar
ærumeiðingar í garð aðstandenda sorprit.com og að malefnin.com verði ekki opnað
aftur nema eftir að höfundar tilgreini fullt nafn sitt og kennitölu og séu þannig
aðgengilegir komi til þess að leita þurfi aðstoðar dómstóla vegna skrifa þeirra.

Þetta tilboð stendur í sólarhring. Verði því ekki tekið má búast við því að sorprit.com birti
opinberan válista yfir DV auglýsendur og hvetji almenning til að hætta viðskiptum við þau
fyrirtæki með umfangsmikilli markaðsherferð og jafnvel mótmælum í verslunum þeirra.

Virðingarfyllst,
Aðstandendur Sorprit.com

ATH: Bréf lögmannsins má lesa í fyrra bloggi hér að neðan.